Villi Tilli

Þetta með bjórkælinn og borgarstjórann er sennilega það vitlausasta sem ég hef orðið vitni af á seinni árum.  En aftur á móti kemur þetta ekki á óvart.  Legg til að Villi segi af sér.

Fjandans álfar

Ég reyni oft að halda aftur af mér og láta hluti ekki pirra mig, vera jákvæður og allt það.  En það er eitt sem fer gjörsamlega í mínar fínustu, og það er þegar einhver íslendingur verður seleb og honum/henni er líkt við álf. 

Björk: Lítill töfrandi álfur !!!

Alex James um Bubba:  Sköllóttur álfur

Perez Hilton um Hafdísi Huld:  Lítill skoppandi íslenskur álfur. 

Auðvitað er það bara þannig að hver þjóð hefur sína steriótýpu.  Þjóðverjinn hefur bjórvömbskallinn með eipara og þykkt yfirvaraskegg. 

Daninn hefur mjóann Tuborgígleri þambandi skolhærðan með smá brodda.  Og svo framvegis.

Það er bara eitthvað sem fer í mig að litið er á íslendinga sem litla álfa þar sem við erum stærst og sterkust.  Þar liggur kannski pirringurinn, það er hægt að líta niður á álfa.

 


Gamlingi

Ég er gamall.  Roger Federer, sem er eflaust besti tennisleikari sem uppi hefur verið er 26 ára.  Hann hefur unnið 50 stórmót á ferlinum.  Ég er 27 ára.  Sumir myndu segja að það væri fullsnemmt að segja að Roger kallinn væri sá allra besti.  En ég er að segja það, hann tæki Borg og Sampras í analinn. 

Það sem ég geri mér til dýrðar er að fara í Bónus og gera hagstæð innkaup.  Ég keypti í gær fyrir ca. 2.500 kr.  Fyrir þennan pening getur Íslendingur keypt tvær megapizzur og kók á Dominos, farið 3 sinnum á Nonnabita, eða á Búlluna, Nú eða farið tvisvar í bíó, en þá yrði hann að sleppa munchinu í annað skipti. 

Í Bónus fyrir 2.500 kr fæst eftirfarandi.

2 pakkapizzur frá euroshopper, og alipepperoni til bragðbætingar

2 2 lítra kókflöskur, það er Coke Cola.

1 og hálft kíló af marineruðum grill kjúklingavængjum frá Holtakjúklingum, mæli sérstaklega með Mexico grill legi

6 egg, 2 tómatar, 1 rauðlaukur, 1 epli, 4 ungnauta hambó með brauði, 138 gr af beikoni, 222 gr af reyktri skinku, 2 burðarpokar.

Geri aðrir betur.

 


Smárinn, miðbærinn, ölvun og fleira

Eiður Smári jafn Dipló as ever.  Segir að ekkert sé til í sögusögnum að hann sé á leiðinni í annað lið.  Metnaður hans er að vera á toppnum og ýjar nett að því að það væri skref niður á við að fara til Hamrana.  Segir einnig að það sé rugl að hann hafi verið með kröfur upp á 100.000 pund á viku.  Maður veit svo sem ekkert hvað er satt í þessu, en vonum bara að hann verði áfram hjá Barca og sýni hvað hann getur.

 Miðbærinn er víst óvenju slæmur um þessar mundir.  Get ekki sagt að hann líti eitthvað öðruvísi út fyrir mér.  Þetta er náttúrlega sífullt þetta pakk og þetta vill gjarnan æsa sig og slást.  Í rauninni hefur þetta ekkert breyst síðustu 10 árin.. (andskotinn hvað maður er búinn að vera í þessu lengi!)

Ég er nú samt með lausn á þessu öllu.  Setjum helmassaða dyraverði á alla staðina og þeir sem eru of fullir, eða líta út fyrir að vera of fullir, eða þeir sem eru með of mikil læti eða skæting, þeir fá einfaldlega ekki að fara inn sökum ölvunar.  Þannig væri hægt að breyta drykkjumenningu Íslendinga og fá þá til að drekka minna svo þeir komist inn á staði.  Raunhæft?  ÆJJveitekki.


Verslunarmannahelgi

Það verður Djamm, Djamm, Djamm og aftur Djamm.  Vúuuuuuuuuuuuuuuuuuu, allir að fara til eyja,,, það verður GEEEEEEEEEEEGT.WizardLoL.

Mér er alveg sama þó að veðrið verði ógeðslegt.  Þetta verður hvort sem er svvoooooooooo geeeegt.


af landbúnaði

Drullusokkur af bestu gerð ýjar að því að bústólpinn standi ekki undir nafni.  Ja, kannski þyrfti sá sokkur að "put a sock in it".. Ef þú veist hvað ég meina.  Neinei, ætla nú ekki að vera með neinar ærumeiðingar, mæli bara með skessuhorni.

En samkvæmt lögmáli Ricardos eiga þjóðir að sérhæfa sig í því sem þær eru bestar í.  Þetta þýðir að við ættum ekki að stunda landbúnað. 

Það er svo mikið af rugli í gangi í þessu öllu saman.  Við ættum að flytja út íslenska lambakjötið, en hvernig gerum við það þegar við getum ekki einu sinni framleitt nóg til að anna eftirspurn hérna heima.  Og hvað í andskotanum er svona gott við íslenska lambið?  En nóg um það.

Hvernig er það eiginlega, eru það óskráð lög að á sumrin sé drepleiðinleg sjónvarpsdagskrá.  Já, höfum bara leiðinlegt í sjónvarpinu, því það eru hvort sem er allir úti á austurvelli og með hjólhýsin í eftirdragi úti á landi með brynjuís í smettinu.  Ég er að vísu ekki með stöð 2, en stundum sé ég glitta í dagskrárbrot þar sem verið er að kynna kvölddagsdránna, og vinir mínir, heldur myndi ég glápa á Polsat.  Á skjá einum eru sýndir saursjónvarpsþættir á borð við Hróa Hött (já, kaupum eitt stykki Hróa Hött seríu, ekkert þreyttur karakter!), Runaway (Ungur og sexí lögfræðingur með fjölskyldu sakaður um morð og hann verður að flýja, þættirnir fjalla samt meira um að börnin hans eru eitthvað í sleik og eru á bömmer að þurfa að fylgja pabba), Design Star (innanhúsarkitektúr. Raunveruleikaþáttur þar sem fólk breytir fyrir 500 spírur. Arrrrrg!).

Law and Order rúlar!


eeeeldégnú!

Alltaf gaman þegar maður fær útskýringar hjá bifvélavirkjanum um hvernig statusinn sé á viðgerðinni. 

-Jájá, þetta næst örugglega ekki fyrir helgi, en Heddið er farið í plönun og svo eru tannhjólin þarna undir bara eins og einhverjir tannstönglar.

Einmitt.  Maður stendur svo þarna og veit það eitt að maður á eftir að púnga út tugum þúsunda á þessu heeeelvíiti.  Mér dettur heldur ekki í hug að fá nánari útskýringu, eins og að spyrja hvað í fjandanum sé að plana heddið.  Maður kinnkar bara kolli eins og gæjarnir í Flugger auglýsingunni.  Og hvaða helvítis tannhjól.  Ég sem hélt að það væri verið að vinna í vélinni, og að tannhjólin væru bara í gírkassanum.  Hvað veit maður?  Af hverju fór maður ekki í bifvélavirkjann.


Fótboltafárið

Þetta er ósköp einfalt fyrir mér.  Bjarni skoraði óvart mark.  Hann var kannski ekkert voðalega meðvitaður um það sem hann var að gera þegar hann lét vaða, en úps, boltinn fór inn.  Keflavíkurstrákarnir voru kannski full æstir og kannski skiljanlega, en það breytir því ekki að Kef hefði átt að fá að jafna.  Mín skoðun er sú að hann hafi spyrnt í átt að markinu viljandi.  Hann átti eflaust ekki von á að þetta færi inn, en það gerðist engu að síður. 

Eftir leikinn fljúga hörð orð og meira að segja verða smá ryskingar.  Í rauninni finnst mér það ekki breyta þeirra staðreynd að þetta var skítugur sigur Skagamanna, og er það mín skoðun að flest í þessu máli grafi undan Guðjóni Þórðarsyni.  Það er hans að láta sína menn leyfa andstæðingum að jafna leikinn, sú staðreynd að Keflavíkurmenn voru æstir í hita leiksins breytir litlu þar um.  Þetta ætti Guðjón að vita. 

Guðjón segir eftir leikinn að Bjarni hefði verið pressaður og að einhver leikmaður Kef hefði komið með árás.  Þetta er rangt eins og sést á myndbandi og Guðjón fullyrðir að Bjarni hafi kinksað.  Leggur Guðjón Þórðarson upp með það eftir svona atvik að leikmenn skuli skjóta á markið? 

Svo þessi vítaspyrnudómur.  Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta fár en eitt er víst, það er skítalykt af málinu.


Don´t mess with the Hoff !!

Þetta eru nú old news.  Fræg er sagan af Hoff er hann var staddur, ofurölvi á leik á HM í Þýskalandi síðastliðið sumar.  Þegar átti að vísa kallinum út af leikvanginum, vegna drykkjuláta, þá lét hann þessi ódauðlegu orð falla

"Hey! I´m the Hoff, U don´t mess with the Hoff!"

Kannski ósatt, en samt góð saga.


mbl.is Leyndarmálið hélt fjölskyldunni saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrking krónunnar!

Já, ég ákvað að setja bara þennan titil á þessa færslu svo að fólk myndi halda að ég væri einhver spekúlant og myndi svo fara að fabúlera um hvernig þjóðfélagið gæti brugðist við sveiflum á gjaldmiðlum.

 En svo er nú aldeilis ekki. 

Liverpool tapaði í gær.  Var eiginlega draumur í dós að vinna þessa dós tvisvar sinnum á þremur árum, svo skoraði líka tittlingurinn hann Inzaghi með hendinni.  Það segir í reglum að dæma skuli hendi ef leikmaður handleikur knött viljandi.  Já ok, það er sem sagt í lagi að skora með hönd, svo lengi sem það er óviljandi !!  Þýðir kannski lítið að svekkja sig á þessu, það er bara deildarmeistaratitillinn næst.

Annars reiknaði ég að ef maður myndi kaupa dollara um þessar mundir fyrir fimm millur og bíða svo þar til hann færi upp í 67 krónur.. þá yrði hagnaður um það bil 400.000.  Spurning að skella sér á yfirdrátt?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband