sææddl

Skil ekki hvað fólk er að æsa sig alltaf hreint.  Flugvél lendir í hrakningum og fólk er eitthvað svekkt yfir því, segir að það ætli nú ekki að fljúga í bráð.  Við hverju býst fólk þegar það stígur upp í flugvél; þetta er nú einu sinni bara málmhólkur með hreyfla.  "Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta", heyri ég útundan mér. 

"Að Ástþór Magnússon geti boðið sig fram til forseta trekk í trekk og það kosti íslenska ríkið milljónir króna, er hneyksli." Sælar! Þetta er nú einu sinni lýðræðiríki sem við búum í, held það sé skárra að borga fyrir kosningar, jafnvel þó annar frambjóðandinn sé fífl, í stað þess að sleppa þessu öllu og þjóðin fái þá ekki að láta álit sitt í ljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband