Hundalíf

Það er ekkert grín að vera hundur.  Til dæmis geta þeir ekki farið á klósettið þegar þeir vilja, en aftur á móti geta þeir kúkað þegar þeir eru úti, undir berum himni.   Það væri nú andskoti kostulegt ef við mannfólkið myndum taka upp á þeim lítt smekklega sið.  En hundar þurfa að fara í skóla eins og við hin.  Ég ákvað að velja þá virtu stofnun, Hundaræktunarfélag Íslands, til að leiðbeina Badda í gegnum lífsins verkefni.  Fyrsti tíminn var gærkvöldi og einhverra hluta vegna þurfti ég, umráðamaður hans, að mæta fyrir okkar hönd og hlýða á smá fyrirlestur, sem var að mínu mati sérdeilis upplífgandi boðskapur sem allir hefðu gott af.  Það var vel mætt á þennan fyrirlestur og báru gestir upp ýmsar spurningar sem gjörsamlega brunnu á vörum þeirra.  Ég get nú ekki talað fyrir alla hina sem sátu þarna, en það voru svona ca. 100 manns, en ein hugsun sem spratt mjög oft upp í huga minn í gærkvöldi var: Hvað er ég eiginlega að gera hérna?  En svo segir maður bara.. mjaa.. þetta er nú einu sinni gott fyrir framtíð Badda litla, og lætur sig hafa það.

Nú þarf Baddi litli ekki lengur að fara í búrið.  Hann getur verið aleinn heima án þess að rífa risastórt gat á eitthvert áklæði, nú eða pissa eða kúka út um allt.  Að vísu kúkaði hann heima hjá ömmu og afa í gær, en af og til þá kemur upp eitthvað stress.  Heyrði um daginn skemmtilega útfærslu á hugmynd þar sem þú setur þig í spor geimveru sem horfir á okkur jarðarbúa og sérð að við mannfólkið týnum upp úrgang eftir þessa loðnu ferfætlinga.  Ég viðurkenni að það er ýmislegt sem lítur út eins og það sé niðrandi, eins og til dæmis að fara á svona fyrirlestur og vera rukkaður um 25.000 kall.  Fremst stendur hún og hún þarf sko engan míkrófón til að ná áheyrn, þarna stendur hún, vösk víkingakona sem hefur einsett sér að kenna og þjálfa hunda, en hún er í raun aðeins að hala inn seðla af okkur, Homo sapiens. Sterk kona sem segist vera lærður hundakennari en flest allt sem hún sagði var töluvert common sense.  "Hvað á að gefa honum oft?", spurði ein.  "Nú, hvað er hann stór", mælir hundatemjarinn, hin kvenlega og mannlega kona nefnir einhverja tegund og hundakennarinn segir þá, "Bara svona þegar hann sýnist svangur."  Auðvitað! Af hverju datt mér þetta ekki hug. 

Farinn í göngutúr. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykja vera að vakna í þér föðurlegar kenndir Björn frændi.. ekki slæmt, ekki slæmt :)

Aðalbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband