matvælaverð

Veit ekki alveg hvað þessi virðisaukaskattsniðurfelling er að gera fyrir budduna mína.  Bara sem minnst held ég. 

segjum sem svo að ég sé að kaupa algjöran minimum kost í búið og þá rölti ég útí búð, hvort sem það er melabúðin, hagkaup, bónus, krónan eða whatever.  Þá kaupi ég brauð, skinku, ost, kók og mjólk.  Ef við gefum okkur þessar forsendur þá verður fólk að átta sig á því að verðið á ostinum og skinkunni er það sama alls staðar, eða ég held það allavegana, því verðið er prentað á pakkninguna og ég held að það sé ekki mismunandi eftir verslunum.  OK, þá er osturinn á ca. 350 kr.. þetta er svona ostsneiðar, 15 stykki, eitthvað svoleiðis, hunangsskingan er á svipuðum kjörum og slagar hátt í 400 kjellinn, brauð er á einhvern 250, kók á 175 og mjólkin á 70.

Þetta gefur okkur það að brauð og álegg og drykkjarföng útí kjörbúð kosta TÓLFHUNDRUÐKJALL !!!!!   

ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞETTA SAMFÉLAG ????

Ef ég tek nú bara þetta klassíska tuð "Nú ef við lítum á löndin í kringum okkur.. blablablabala".. Þá held ég að það kosti ekki jack shit að kaupa brauð + álegg og mjólk og kók.. fólk kaupir ekki einu sinni mjólk, það kaupir bjór vegna þess að hann er svo ódýr.

Ísland.. Skítapleis! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er spurning um að skipta um ríkisstjórn og merkja x við M

hee (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:03

2 identicon

Nei Hildur ég held að mun vænlegra til árangurs væri að reisa feikna mikið segl á miðhálendinu og beita þvi uppí norðanbeljandann og sigla eyjunni suður á bóginn.  Það er löngu ljóst að í suðrænni löndum er ódýrt að lifa þótt maður fái náttúrulega ekkert borgað heldur, en hverjum er ekki sama um það?  Önnur lausn væri að moka landinu suður á við, þ.e. byrja á vestfjörðunum og norðurlandi og sturta því út af suðurlandi, og svo koll af kolli þar til við erum staðsett nokkru betur.

Halldór (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband