sit ég hér

í lazyboy stæði mínu og horfi á kastljós.  En nóg um mig.  Ekki vil ég vera leiðigjarn og masa og þrasa um sjálfan mig í sífellu.  Handbolti, heyri ég útundan mér.  Merkilegur fjandi þessi handbolti.  Á stundum sýnist mér handbolti ganga á skjön við eðlileg rök, það er íþróttarök, hvað sem það nú er.  Í fyrra sigruðum við Frakka, núna í vikunni töpuðum við fyrir sama liði og virtist sem allir leikmenn Frakka hefðu sprautað anabólískum sterum og hreinu testesteróni í stinna þjóhnappa.  Við sigrum hins vegar Ungverja og töldum þá að við gætum unnið Spánverja, sem töpuðu einmitt fyrir Ungverjum.  Onei, við skíttöpum fyrir Spáni og Ungverjar sigra Frakka.  Það er kannski ekki skrítið að þessi íþrótt sé ekki eins vinsæl og raun ber vitni.

Það er glettilegt mjög að kíkja í Melabúðina og versla ögn í matinn.  Viðskiptavinir Melabúðarinnar er ekki sama fólkið og verslar, tja, t.d. í Bónus.  Maður sér strax að um er að ræða fólk með klassa, kúristar, akademikar, listunnendur og stjórnmálamenn sem vilja sjást á meðal þess fólks sem undan er talið.  Melabúðin fær respekt frá mér.  Hún er ódýrari en 10 ellefu og býður upp á framandi vörur, og lætur maður ósjaldan undan freistingum.  

Gvuð hvað þetta er nú óspennandi hjá mér.  Í eitthvað meira spennandi.  Undirritaður fékk að vita að starfsmannafélagið á hinum nýja vinnustað taki árshátíð í Amsterdam í apríl.  Og hvað hugsar maður þegar maður heyrir að einhver sé að fara til Amsterdam. Jú, eiturlyf og vændiskonur, coffee shops og red light district.  Já, hef einu sinni áður stigið niður fæti í Amsterdam, en þá var ég á einhvers konar bakpokaferðalagi og ég gekk í gegnum miðbæinn og spurði annan hvern mann sem ég sá hvar ákveðið kaffihús í bænum væri staðsett.  Einhverra hluta vegna vildi engin manneskja veita mér hjálparhönd, hugsaði með mér hvað þetta væri leiðinlegt fólk.  Því næst gekk ég inn í bókabúð og spurði átta.  Í fyrstu andvarpaði afgreiðsludrengurinn en að lokum vísaði hann mér á rétta leið.  Þegar ég gekk út úr búðinni sá ég skilti þar sem á stóð "no tourist information", og þegar ég leit betur í kringum mig á götum Amsterdam þá sá ég slík skilti hvarvetna.  Ég býst við að ég hafi rétt verið enn einn gufuhausinn, leitandi að hassbúllu, og verð væntanlega ekki sá síðasti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband