16.4.2007 | 16:15
Daginn Daginn!
Klukkan að slá fjegur og ég er að laumast til að blogga hérna í vinnunni.
Sumarið virðist vera á leiðinni, þessi líka svaka sól sem byrjaði að angra mig um sexleytið í morgun. Hélt að klukkan væri að verða átta en leit svo á klukkuna þá var hún nýorðin sex. Eitthvað sem fyllir mann óstjórnanlegri hamingju þegar maður getur farið aftur að sofa. Ég er ekkert mikið fyrir þessa nætursól, kýs að sofa í myrkri. En aftur á móti getur verið gaman þegar fólk kemur saman og skemmtir sér í birtu sólarhringum saman, fyllerí sem tekur ekki enda fyrr en maður stendur eftir einn og yfirgefinn og verður gjörsamlega að fara að sofa. Þetta er náttúrlega liðin tíð og ekki fyrir svona ellismelli eins og sjálfan mig, maður er enginn únglingur lengur.
Maður hittir oft fólk niðri í bæ sem maður myndi annars aldrei hitta eða ræða við. Þetta er einhvers konar félagsmiðstöð týndra minninga, nostalgíuheimili.
Hundurinn var búinn að kúka í sófann þegar ég fór fram úr í morgun. Hundalíf!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.