Páskarnir

Ok, ætli ég drattist ekki til skrifa þetta.

Á miðvikudag fyrir skírdag lagði ég af stað á Renault Megane Classic kagganum mínum útúr bænum og stefndi norður í land.  Baddi, hundurinn minn, var með í för og tók ég búrið hans með og hafði það í aftursætinu, Baddi sjálfur lét samt bara fara vel um sig í farþegasætinu.  

Ég hafði lofað Badda að stoppa eitthvað á leiðinni og leyfa honum að sprikla eitthvað, einnig svo hann gæti nú pissað og kúkað og svona.  Ég man ekki alveg hvar fyrsta stoppið var, en hvað um það, rétt við hliðina á veginum var girðing sem Baddi náði að klöngrast í gegnum, ég kallaði á hann bað hann nú ekki að vera með eitthvað vesen því við þurftum að halda áfram.  Þá ætlaði ég að lokka hundinn aftur í gegnum girðinguna og hélt því með hendinni utan um járnið og beygði það niður svo Baddi myndi koma.  Ég var búinn að halda í örfáar sekúndur þegar ég fékk alveg hörku rafstraum í lófann.  Þá var ég greinilega búinn að starta einhverju rafsystemi og nú þegar Baddi snerti járnið fékk hann straum í trýnið.  Að lokum stökk hann í gegn og fékk vænan straum og nú eftir þetta forðast hann girðingar, skrítið.

Framhald... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáránlega fyndid! Vid flakkararnir hlógum oll!

Haukur Homm (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 17:46

2 identicon

Ég fékk einu sinni ótrúlega sterkan rafstraum af hestagirðingu og ég fattaði það ekki strax af því að það var eins og einhver væri að berja mig fast í bakið. Það var ekki fyrr en ég var búin að lemja systur mínar í plokkfisk að ég fattaði að þær höfðu ekki lamið mig með barefli heldur hefði ég fengið rafstraum.

hee (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband