páskar...framhald

..Jæja, restin af ferðinni til Akureyrar gekk vel.  Þegar ég rúllaði inn í bæinn var seinni hálfleikur í Roma Man U að hefjast, ég náði að troða mér inn með senior Hlyn, Brinski og fleiri góðum sem sátu í einholtinu, heima hjá foreldrum Símons, en maður var nú oft staddur að leik á yngri árum og var ánægjulegt að sjá þetta fólk aftur eftir mörg ár.  

Leikurinn endaði vel með sigri Róma en eins og flestir vita þá rúllaði Man U upp síðari leiknum, tóku Ítalastelpurnar og flengdu þær nett með annarri.

Þá þurfti ég að pikka upp Hjörvar sem var heima hjá Fríðu í matarboði ásamt foreldrum okkar.  Ekki skemmst frá því að segja að Baddi meig á gólfið hjá henni um leið og hann steig inn, en ég held að hann sé búinn að koma sér upp ákveðnu trademarki að pissa alltaf á gólfið á nýjum stöðum sem hann kemur á.

Jæja, þá var að bruna í höfuðborg norðausturkjördæmis.  Á leiðinni var smá snjókoma og vegurinn milli Kópaskers og Raufarhafnar minnir mann alltaf á hvað þingmenn þessa kjördæmis eru duglegir að bæta samgöngur.  Á leiðinni hlustuðum við á Rás 2 þar sem Bubbi Morthens var að segja frá senunni í kringum gerð Ísbjarnarblús, sem kom út á fæðingarári mínu 1980.  Þetta var snilldarþáttur og gaman að fá að hlusta á alla plötuna, eitthvað sem ég hef aldrei gert, mikil furða!  

Mesta snilldin er auðvitað sú að Bubbi í sí og æ varð tíðrætt um þann hroka sem hann og Tolli bróðir hans bjuggu yfir á þessum tíma, en ég held að þessi hroki sem margir snillingar sýna sé einmitt það sem gerir þá að því sem þeir eru.  Þessi hroki er ekkert nema þvílík trú á sjálfum sér og sannfæring að þeir hafi rétt fyrir sér og allir hinir rangt og allir aðrir eru ekkert nema vitleysingar og hálfvitar.  Þetta er góð og gild formúla fyrir meiki og sýnir að það þýðir ekkert annað en að fara sínar eigin leiðir og segja bara "FOKK THE SYSTEM!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessi hundur thinn er stórskemmtilegur og hvet ég thig til ad halda áfram ad skrifa um hann. Thid myndid skemmtileg grínteymi thid tveir, dáldid eins og Joey og Chandle, Steini og Olli eda jafnvel Halli og Laddi!

Haukur Homm (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband