23.5.2007 | 11:18
stefni á að fá fimmtíu þúsund kjeelll fyrir blogg
Það þýðir ekkert annað að blogga þegar konur og menn útí bæ eru (byr)juð að fá borgað fyrir þetta framlag.
En hvað á ég svo sem að blogga um?.. Ekki langar mig að skálda einhverjar kynlífssögur eins og Ellý. Ekki finn ég mig knúin til að rita um orð og gjörðir stjórnmálamanna. Nema þá kannski...
... einu sinni þegar ég var í MR og við stóðum nokkrir í frímínútum í portinu bak við gamla skólann, þá komu nokkrir stjórnmálamenn að plögga fyrir kosningar, sem þá voru í nánd. Á meðal þeirra var Gulli Þór. Hann kom þarna eins og stormsveipur í ljósbrúnum rykfrakka og vatt sér að okkur og sagði hátt og snjallt: "Jæja strákar, enski boltinn!"
Við horfðum hver á annan og enginn af okkur kom eiginlega upp orði. Ég býst við að okkur hafi bara þótt þetta svo furðulegt að þarna hafi komið maður sem einfaldlega sagði einhver stikkorð sem hann hélt að myndi vekja viðbrögð og umræðu, eða jafnvel að þetta stikkorð yrði til þess að okkur myndi líka vel við hann og að endingu kjósa hann og hans flokk.
Þessi maður er nú orðinn heilbrigðisráðherra og ber ábyrgð á, að ég held, fjárfrekasta ráðuneyti landsins. Hann hefur náttúrlega sóst gríðarlega eftir þessu eftir að hafa brennt sig á heitu vatni um jólin og kannski þurft að stíga inn á heilbrigðisstofnun.
Vesgú.
Athugasemdir
Sko Bjössi minn hann Gulli Þór brendist þegar hann hallaði sér að kerti og kveikti í skyrtunni sinni. Enda ku hann vera funheitur heilbrigðisráðherra.
Stína (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.