19.7.2007 | 15:08
eeeeldégnú!
Alltaf gaman þegar maður fær útskýringar hjá bifvélavirkjanum um hvernig statusinn sé á viðgerðinni.
-Jájá, þetta næst örugglega ekki fyrir helgi, en Heddið er farið í plönun og svo eru tannhjólin þarna undir bara eins og einhverjir tannstönglar.
Einmitt. Maður stendur svo þarna og veit það eitt að maður á eftir að púnga út tugum þúsunda á þessu heeeelvíiti. Mér dettur heldur ekki í hug að fá nánari útskýringu, eins og að spyrja hvað í fjandanum sé að plana heddið. Maður kinnkar bara kolli eins og gæjarnir í Flugger auglýsingunni. Og hvaða helvítis tannhjól. Ég sem hélt að það væri verið að vinna í vélinni, og að tannhjólin væru bara í gírkassanum. Hvað veit maður? Af hverju fór maður ekki í bifvélavirkjann.
Athugasemdir
FraSAlykt af þessu björn, ertu að umturnast? Mér þykir vanta meira alþýðuinnihald í þetta hjá þér svona til þess að heiðra nafn vefskránnar. Kanski einhver tíðindi úr landbúnaðargeiranum?
drullusokkurinn
Hallgeir G. Örn Guðmarsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.