af landbúnaði

Drullusokkur af bestu gerð ýjar að því að bústólpinn standi ekki undir nafni.  Ja, kannski þyrfti sá sokkur að "put a sock in it".. Ef þú veist hvað ég meina.  Neinei, ætla nú ekki að vera með neinar ærumeiðingar, mæli bara með skessuhorni.

En samkvæmt lögmáli Ricardos eiga þjóðir að sérhæfa sig í því sem þær eru bestar í.  Þetta þýðir að við ættum ekki að stunda landbúnað. 

Það er svo mikið af rugli í gangi í þessu öllu saman.  Við ættum að flytja út íslenska lambakjötið, en hvernig gerum við það þegar við getum ekki einu sinni framleitt nóg til að anna eftirspurn hérna heima.  Og hvað í andskotanum er svona gott við íslenska lambið?  En nóg um það.

Hvernig er það eiginlega, eru það óskráð lög að á sumrin sé drepleiðinleg sjónvarpsdagskrá.  Já, höfum bara leiðinlegt í sjónvarpinu, því það eru hvort sem er allir úti á austurvelli og með hjólhýsin í eftirdragi úti á landi með brynjuís í smettinu.  Ég er að vísu ekki með stöð 2, en stundum sé ég glitta í dagskrárbrot þar sem verið er að kynna kvölddagsdránna, og vinir mínir, heldur myndi ég glápa á Polsat.  Á skjá einum eru sýndir saursjónvarpsþættir á borð við Hróa Hött (já, kaupum eitt stykki Hróa Hött seríu, ekkert þreyttur karakter!), Runaway (Ungur og sexí lögfræðingur með fjölskyldu sakaður um morð og hann verður að flýja, þættirnir fjalla samt meira um að börnin hans eru eitthvað í sleik og eru á bömmer að þurfa að fylgja pabba), Design Star (innanhúsarkitektúr. Raunveruleikaþáttur þar sem fólk breytir fyrir 500 spírur. Arrrrrg!).

Law and Order rúlar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi, gaman að sjá bloggið þitt! Ég er einmitt búin að kveikja á sjónvarpinu 2 kvöld í röð (hefur varla gerst í sumar) og þetta er alveg hárrétt hjá þér - ömurleg dagskrá!!

Aðalbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Ágúst Bogason

Þessi Law and Order fetish er eitthvað sem þarf að athuga. Reyndar er ég sammála þér með sjónvarpsefnið sem þú nefnir en það er óskiljanlegt að setja út á sjónvarpsdagskránna en mæla svo með L&O, sem er alltaf með sama söguþráðinn bara nýjum karakterum í hvert skipti... Anyways

-G 

Ágúst Bogason, 2.8.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband