Gamlingi

Ég er gamall.  Roger Federer, sem er eflaust besti tennisleikari sem uppi hefur verið er 26 ára.  Hann hefur unnið 50 stórmót á ferlinum.  Ég er 27 ára.  Sumir myndu segja að það væri fullsnemmt að segja að Roger kallinn væri sá allra besti.  En ég er að segja það, hann tæki Borg og Sampras í analinn. 

Það sem ég geri mér til dýrðar er að fara í Bónus og gera hagstæð innkaup.  Ég keypti í gær fyrir ca. 2.500 kr.  Fyrir þennan pening getur Íslendingur keypt tvær megapizzur og kók á Dominos, farið 3 sinnum á Nonnabita, eða á Búlluna, Nú eða farið tvisvar í bíó, en þá yrði hann að sleppa munchinu í annað skipti. 

Í Bónus fyrir 2.500 kr fæst eftirfarandi.

2 pakkapizzur frá euroshopper, og alipepperoni til bragðbætingar

2 2 lítra kókflöskur, það er Coke Cola.

1 og hálft kíló af marineruðum grill kjúklingavængjum frá Holtakjúklingum, mæli sérstaklega með Mexico grill legi

6 egg, 2 tómatar, 1 rauðlaukur, 1 epli, 4 ungnauta hambó með brauði, 138 gr af beikoni, 222 gr af reyktri skinku, 2 burðarpokar.

Geri aðrir betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær innkaup. Klukkan hvað er matur?

Abba (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Upprétti Apinn

Ég er orðinn of gamall til að gerast heimsmeistari í íþróttum, of gamall til að gerast hershöfðingi og sigra heiminn, Alexander var yngri.  En einnig of ungur til að vita hvað sé rétt, og of gamall til að hafa afsakanir.

Mér finnst gamlar myndir eins og Spagetti vestrarnir og French Connection allt of hægar bíómyndir, en varð rosalega hissa þegar littli bróðir minn sagði að Blade Runner sé leiðinleg!

Það er hins vegar sama hve gamall ég verð, ég er alltaf jafn hissa á hve auðveldlega Íslendingar falla fyrir prettum.  En kannski að ástæðan sé að við trúum því alltað að nágranninn sé jafn heiðarleigur og vð séum.  Íslendingar eru svo miklu meiri nágrannar en meðborgarar. 

Upprétti Apinn, 25.8.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband