Seinkun já!..

Seinkun á flugi ferðaskrifstofa minnir mig á þá tíð er ég starfaði sem fararstjóri fyrir 2 árum síðan.  Á mínum fyrsta degi, þegar ég átti að fljúga út með fullri vél að sólarþyrstum íslendingum, seinkaði vélinni um 6 klukkustundir.  Fólk tók þessu misjafnlega, allt frá: "Jæja vinur, það er svo sem ekkert hægt að gera í þessu", og "Jájá, maður tekur þessu bara", og uppí hávær öskur og heimtufrekju líkt og: "Hvað á þetta eiginlega að þýða, þetta er skandall!!!, GJÖRSAMLEGA ÓFORSKAMMAÐ".  Sumir voru meira að segja komnir með tárin í augun á flugvellinum á Mallorca, gjörsamlega farnir á tauginni.. og enn var klukkutími í að fólk komst á hótelið.

Ég gæti haldið endalaust áfram með sögur af hótunum, óánægjuyfirlýsingum, skammaryrðum, blótsyrðum, asnalegheitum, fyllerísröfli, kjánaskap, heimskupörum og hneyksluðum Íslendingum sem finnast flest fyrir neðan allar hellur ef það er ekki eins og Heima.


mbl.is Hundruð farþega strandaglópar vegna bilunar í vél Heimsferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband