Napólí, tough town!

Maður hefur oft heyrt því fleygt að Napólí sé frekar sér á báti þarna á Ítalíu.  Ég hef hitt nokkra Ítala, bæði innfædda Napolíbúa og fólk sem kemur annars staðar frá, og allir segja þeir að Napólí sé Napólí og Ítalía sé Ítalía. 

Kom til Napolí einu sinni.  Því miður eyddi ég ekki miklum tíma þarna, gisti á gistiheimili í eina nótt en ég fór þarna til að skoða Pompei sem er þarna rétt hjá.

Maður tók samt eftir hvað Napóli var frábrugðin öllu hinu sem maður hafði séð á ítalíu, hún er full af rusli, bílaumferðin er gjörsamlega laus við reglur og skipulag, fátækt og heimilisleysingar mjög áberandi miðað við Róm og Flórens (sem eru þær borgir sem ég get miðað við).  Eilífar sprengingar heyrðust líka, og fékk maður á tilfinninguna að maður væri staddur í stríðshrjárri borg, en eflaust voru þetta bara únglingar að leik með rörasprengur. 

En þrátt fyrir þetta allt þá eru Napólí búar eflaust stoltastir allra Ítala af heimaborg sinni, og margir sem hafa eytt einhverjum tíma þarna segja að Napóli sé frábær.

Það er sumt sem maður verður að sætta sig við þegar maður er á ferðalagi.  Meðal annars það að þurfa að borga leigubílstjórum í Napólí það verð sem þeir setja upp. 

Vorum nýkomnir úr lestinni á stöðinni í Napólí og tókum leigubíl á gistiheimilið.  Leigubílstjórinn kannaðist við pleisið og keyrði í svona 3 mínútur.  10 evrur takk.  Venjulega fyrir svona akstur í leigubíl hefði þetta verið u.þ.b. 3-4 evrur, en þar sem við vorum í Napólí þá borguðum við bara og kvöddum.  Við tókum ekki aftur leigubíl í Napólí.


mbl.is Borgarstjóri Napólí íhugar að óska eftir aðstoð hersins vegna glæpaöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er ég ekki lengur bloggvinur þinn?

hee (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband