Færsluflokkur: Lífstíll
21.3.2007 | 10:02
Daginn Daginn!!
náði að rífa mig á fætur korter í sjö. Henti Badda út til að pissa og kúka. Veit ekki hvort hann kúkaði eður ei, en hann pissaði pottþétt. Hann er farinn að labba inn í búrið sjálfur þegar maður skipar honum það, en aðallega samt bara á morgnana þegar hann er myglaður eftir nóttina, annað mál að skipa honum inn í búrið á kvöldin eftir að hafa verið að leik.
Ég mætti ekki í hundaskólann. Var sem sagt búinn að skrá mig í þetta og átti að mæta í bóklegan tíma upp í Borgartún á mánudagskvöld. Þetta var eitthvað rosa prósess og kostaði einhvern 20.000 kjeeelll. Ég ákvað á síðustu stundu að grúska bara hundatamningar á netinu eða úr bókum og taka málin í eigin hendur.
Miðvikudagur í dag. Minnir mig á endurreisn M-Listans fyrir kosningar. M-Listinn hefur það að leiðarljósi að horfa á Leiðarljós. Nei, nettur djókur ! M-Listinn stendur fyrir Miðvikudagslistann og viljum við gera miðvikudaga að almennum frídegi. Helgi í miðri viku.
M-Listinn lengi lifi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 12:38
Seinkun já!..
Seinkun á flugi ferðaskrifstofa minnir mig á þá tíð er ég starfaði sem fararstjóri fyrir 2 árum síðan. Á mínum fyrsta degi, þegar ég átti að fljúga út með fullri vél að sólarþyrstum íslendingum, seinkaði vélinni um 6 klukkustundir. Fólk tók þessu misjafnlega, allt frá: "Jæja vinur, það er svo sem ekkert hægt að gera í þessu", og "Jájá, maður tekur þessu bara", og uppí hávær öskur og heimtufrekju líkt og: "Hvað á þetta eiginlega að þýða, þetta er skandall!!!, GJÖRSAMLEGA ÓFORSKAMMAÐ". Sumir voru meira að segja komnir með tárin í augun á flugvellinum á Mallorca, gjörsamlega farnir á tauginni.. og enn var klukkutími í að fólk komst á hótelið.
Ég gæti haldið endalaust áfram með sögur af hótunum, óánægjuyfirlýsingum, skammaryrðum, blótsyrðum, asnalegheitum, fyllerísröfli, kjánaskap, heimskupörum og hneyksluðum Íslendingum sem finnast flest fyrir neðan allar hellur ef það er ekki eins og Heima.
Hundruð farþega strandaglópar vegna bilunar í vél Heimsferða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 12:22
sææælaaar
Þrjiðjudagur. Slappleiki enn ríkjandi eftir dirty weekend í Glasgow. Gisti hjá Þórarni félaga mínum 3 nætur. Verð að segja að ég er ekki þessi týpa sem finnst ein borg "fallegri" en önnur. Við kíktum til Edinborgar í einn dag og fólk virðist vera á þeirri skoðun að Edinborg sé eitthvað fallegri og notalegri en Glasgow. Það má svo sem vel vera, en veðrið var bara svo dapurt og því vorum við lítíð á röltinu utandyra skoðandi arkítektúr.
Eitt er víst að Skotar eru án efa náfrændur okkar og manni leið hálfpartinn eins og maður væri bara kominn í einhvern landshluta íslands sem liggur sunnar en Vestmannaeyjar. Haaaaaaeldégnú.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 13:10
Fyrsta bloggfærsla
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)