Færsluflokkur: Lífstíll
23.5.2007 | 11:18
stefni á að fá fimmtíu þúsund kjeelll fyrir blogg
Það þýðir ekkert annað að blogga þegar konur og menn útí bæ eru (byr)juð að fá borgað fyrir þetta framlag.
En hvað á ég svo sem að blogga um?.. Ekki langar mig að skálda einhverjar kynlífssögur eins og Ellý. Ekki finn ég mig knúin til að rita um orð og gjörðir stjórnmálamanna. Nema þá kannski...
... einu sinni þegar ég var í MR og við stóðum nokkrir í frímínútum í portinu bak við gamla skólann, þá komu nokkrir stjórnmálamenn að plögga fyrir kosningar, sem þá voru í nánd. Á meðal þeirra var Gulli Þór. Hann kom þarna eins og stormsveipur í ljósbrúnum rykfrakka og vatt sér að okkur og sagði hátt og snjallt: "Jæja strákar, enski boltinn!"
Við horfðum hver á annan og enginn af okkur kom eiginlega upp orði. Ég býst við að okkur hafi bara þótt þetta svo furðulegt að þarna hafi komið maður sem einfaldlega sagði einhver stikkorð sem hann hélt að myndi vekja viðbrögð og umræðu, eða jafnvel að þetta stikkorð yrði til þess að okkur myndi líka vel við hann og að endingu kjósa hann og hans flokk.
Þessi maður er nú orðinn heilbrigðisráðherra og ber ábyrgð á, að ég held, fjárfrekasta ráðuneyti landsins. Hann hefur náttúrlega sóst gríðarlega eftir þessu eftir að hafa brennt sig á heitu vatni um jólin og kannski þurft að stíga inn á heilbrigðisstofnun.
Vesgú.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 12:25
páskar...framhald
..Jæja, restin af ferðinni til Akureyrar gekk vel. Þegar ég rúllaði inn í bæinn var seinni hálfleikur í Roma Man U að hefjast, ég náði að troða mér inn með senior Hlyn, Brinski og fleiri góðum sem sátu í einholtinu, heima hjá foreldrum Símons, en maður var nú oft staddur að leik á yngri árum og var ánægjulegt að sjá þetta fólk aftur eftir mörg ár.
Leikurinn endaði vel með sigri Róma en eins og flestir vita þá rúllaði Man U upp síðari leiknum, tóku Ítalastelpurnar og flengdu þær nett með annarri.
Þá þurfti ég að pikka upp Hjörvar sem var heima hjá Fríðu í matarboði ásamt foreldrum okkar. Ekki skemmst frá því að segja að Baddi meig á gólfið hjá henni um leið og hann steig inn, en ég held að hann sé búinn að koma sér upp ákveðnu trademarki að pissa alltaf á gólfið á nýjum stöðum sem hann kemur á.
Jæja, þá var að bruna í höfuðborg norðausturkjördæmis. Á leiðinni var smá snjókoma og vegurinn milli Kópaskers og Raufarhafnar minnir mann alltaf á hvað þingmenn þessa kjördæmis eru duglegir að bæta samgöngur. Á leiðinni hlustuðum við á Rás 2 þar sem Bubbi Morthens var að segja frá senunni í kringum gerð Ísbjarnarblús, sem kom út á fæðingarári mínu 1980. Þetta var snilldarþáttur og gaman að fá að hlusta á alla plötuna, eitthvað sem ég hef aldrei gert, mikil furða!
Mesta snilldin er auðvitað sú að Bubbi í sí og æ varð tíðrætt um þann hroka sem hann og Tolli bróðir hans bjuggu yfir á þessum tíma, en ég held að þessi hroki sem margir snillingar sýna sé einmitt það sem gerir þá að því sem þeir eru. Þessi hroki er ekkert nema þvílík trú á sjálfum sér og sannfæring að þeir hafi rétt fyrir sér og allir hinir rangt og allir aðrir eru ekkert nema vitleysingar og hálfvitar. Þetta er góð og gild formúla fyrir meiki og sýnir að það þýðir ekkert annað en að fara sínar eigin leiðir og segja bara "FOKK THE SYSTEM!"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 23:30
Páskarnir
Ok, ætli ég drattist ekki til skrifa þetta.
Á miðvikudag fyrir skírdag lagði ég af stað á Renault Megane Classic kagganum mínum útúr bænum og stefndi norður í land. Baddi, hundurinn minn, var með í för og tók ég búrið hans með og hafði það í aftursætinu, Baddi sjálfur lét samt bara fara vel um sig í farþegasætinu.
Ég hafði lofað Badda að stoppa eitthvað á leiðinni og leyfa honum að sprikla eitthvað, einnig svo hann gæti nú pissað og kúkað og svona. Ég man ekki alveg hvar fyrsta stoppið var, en hvað um það, rétt við hliðina á veginum var girðing sem Baddi náði að klöngrast í gegnum, ég kallaði á hann bað hann nú ekki að vera með eitthvað vesen því við þurftum að halda áfram. Þá ætlaði ég að lokka hundinn aftur í gegnum girðinguna og hélt því með hendinni utan um járnið og beygði það niður svo Baddi myndi koma. Ég var búinn að halda í örfáar sekúndur þegar ég fékk alveg hörku rafstraum í lófann. Þá var ég greinilega búinn að starta einhverju rafsystemi og nú þegar Baddi snerti járnið fékk hann straum í trýnið. Að lokum stökk hann í gegn og fékk vænan straum og nú eftir þetta forðast hann girðingar, skrítið.
Framhald...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2007 | 16:15
Daginn Daginn!
Klukkan að slá fjegur og ég er að laumast til að blogga hérna í vinnunni.
Sumarið virðist vera á leiðinni, þessi líka svaka sól sem byrjaði að angra mig um sexleytið í morgun. Hélt að klukkan væri að verða átta en leit svo á klukkuna þá var hún nýorðin sex. Eitthvað sem fyllir mann óstjórnanlegri hamingju þegar maður getur farið aftur að sofa. Ég er ekkert mikið fyrir þessa nætursól, kýs að sofa í myrkri. En aftur á móti getur verið gaman þegar fólk kemur saman og skemmtir sér í birtu sólarhringum saman, fyllerí sem tekur ekki enda fyrr en maður stendur eftir einn og yfirgefinn og verður gjörsamlega að fara að sofa. Þetta er náttúrlega liðin tíð og ekki fyrir svona ellismelli eins og sjálfan mig, maður er enginn únglingur lengur.
Maður hittir oft fólk niðri í bæ sem maður myndi annars aldrei hitta eða ræða við. Þetta er einhvers konar félagsmiðstöð týndra minninga, nostalgíuheimili.
Hundurinn var búinn að kúka í sófann þegar ég fór fram úr í morgun. Hundalíf!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 16:30
matvælaverð
Veit ekki alveg hvað þessi virðisaukaskattsniðurfelling er að gera fyrir budduna mína. Bara sem minnst held ég.
segjum sem svo að ég sé að kaupa algjöran minimum kost í búið og þá rölti ég útí búð, hvort sem það er melabúðin, hagkaup, bónus, krónan eða whatever. Þá kaupi ég brauð, skinku, ost, kók og mjólk. Ef við gefum okkur þessar forsendur þá verður fólk að átta sig á því að verðið á ostinum og skinkunni er það sama alls staðar, eða ég held það allavegana, því verðið er prentað á pakkninguna og ég held að það sé ekki mismunandi eftir verslunum. OK, þá er osturinn á ca. 350 kr.. þetta er svona ostsneiðar, 15 stykki, eitthvað svoleiðis, hunangsskingan er á svipuðum kjörum og slagar hátt í 400 kjellinn, brauð er á einhvern 250, kók á 175 og mjólkin á 70.
Þetta gefur okkur það að brauð og álegg og drykkjarföng útí kjörbúð kosta TÓLFHUNDRUÐKJALL !!!!!
ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞETTA SAMFÉLAG ????
Ef ég tek nú bara þetta klassíska tuð "Nú ef við lítum á löndin í kringum okkur.. blablablabala".. Þá held ég að það kosti ekki jack shit að kaupa brauð + álegg og mjólk og kók.. fólk kaupir ekki einu sinni mjólk, það kaupir bjór vegna þess að hann er svo ódýr.
Ísland.. Skítapleis!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2007 | 16:46
Napólí, tough town!
Maður hefur oft heyrt því fleygt að Napólí sé frekar sér á báti þarna á Ítalíu. Ég hef hitt nokkra Ítala, bæði innfædda Napolíbúa og fólk sem kemur annars staðar frá, og allir segja þeir að Napólí sé Napólí og Ítalía sé Ítalía.
Kom til Napolí einu sinni. Því miður eyddi ég ekki miklum tíma þarna, gisti á gistiheimili í eina nótt en ég fór þarna til að skoða Pompei sem er þarna rétt hjá.
Maður tók samt eftir hvað Napóli var frábrugðin öllu hinu sem maður hafði séð á ítalíu, hún er full af rusli, bílaumferðin er gjörsamlega laus við reglur og skipulag, fátækt og heimilisleysingar mjög áberandi miðað við Róm og Flórens (sem eru þær borgir sem ég get miðað við). Eilífar sprengingar heyrðust líka, og fékk maður á tilfinninguna að maður væri staddur í stríðshrjárri borg, en eflaust voru þetta bara únglingar að leik með rörasprengur.
En þrátt fyrir þetta allt þá eru Napólí búar eflaust stoltastir allra Ítala af heimaborg sinni, og margir sem hafa eytt einhverjum tíma þarna segja að Napóli sé frábær.
Það er sumt sem maður verður að sætta sig við þegar maður er á ferðalagi. Meðal annars það að þurfa að borga leigubílstjórum í Napólí það verð sem þeir setja upp.
Vorum nýkomnir úr lestinni á stöðinni í Napólí og tókum leigubíl á gistiheimilið. Leigubílstjórinn kannaðist við pleisið og keyrði í svona 3 mínútur. 10 evrur takk. Venjulega fyrir svona akstur í leigubíl hefði þetta verið u.þ.b. 3-4 evrur, en þar sem við vorum í Napólí þá borguðum við bara og kvöddum. Við tókum ekki aftur leigubíl í Napólí.
Borgarstjóri Napólí íhugar að óska eftir aðstoð hersins vegna glæpaöldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 16:32
sælir
Jæja þá. Föstudagskvöldið var rólegt, miðað við önnur föstudagskvöld. Hvurnig þá spyrjið þið ef til vill. Jú, einfaldlega vegna þess að ég drakk minna áfengi en gengur og gerist og fór ekki á neitt öldurhús.
Það var ágætt hjá mér enda held ég að ég hafi tekið báða dagana nokkuð oft upp á síðkastið, sem hefur ollið því að mánudagur - miðvikudagur hafi verið erfiðir. Mig langar að fara á Nasa í kvöld á GusGus en ég þarf þá að fara á nasa milli 22 og 23 og örugglega bíða í röð því maður er að heyra að fáir miðar séu eftir. Plús það að miðinn kostar tvö og fimm.. SÆLIR!
Haukur bróðir minn er á ferðalagi um S-Ameríku og þar sem hann sagðist vera blogg laus þá ætla ég að vera hinn elskulegi bróðir og blogga bara fyrir hann. Hann reynir náttúrlega eftir bestu getu að heilla tjeellingarnar og tókst honum að fara í sleik við tyrkneskan gyðingahermann......... sem var kona. Maður spyr sig kannski hvað slíkur hermaður er að gera í S-Ameríku, kannski þurfti hún að flýja Tyrkland, múslimayfirvöld hafa kannski ekki kært sig um að hafa gyðing í herliði sínu. En Haukur sagði að hún hefði verið heit, og því hafi yfirvöld látið það vega upp á móti þeirri staðreynd að hún var gyðingur. Það er sem ég segi, ef þú ert heit gella, þá eru þér allir vegir færir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 12:47
lýsingarorð + dýrategund
Það virðist móðins að hafa þessa formúlu uppi þegar nafn er gefið verslun. Ég var að borða áðan í mötuneytinu og þá sagði kollegi: "ég fór í Nakta Apann um daginn....", svo í kjölfarið kom þessi frá öðrum kollega: "Já einmitt, ég fór einmitt í Gyllta Köttinn og sá þar pils.. yatayatayata"
Veit samt ekki alveg hvort Nakti er lýsingarorð. Nakinn, meira nakinn, mest nakinn. Það er eiginlega bara eitt stig nektar. Nema náttúrlega að segja Hálfnakinn, nakinn, allsber. Finnst eiginlega allsber sterkara en nakinn.
Jamms, þaaaeeldégnú. Í framhaldi af mötuneytisumræðunni hefur þetta dýratal ekki yfirgefið hugsanir mínar. Ég hef verið að pæla í góðum nöfnum á verslunum. Graði Zebrahesturinn verður verslun með svona skinnmottur. Rangeygði Hamsturinn verður kynlífshjálpartækjabúð. Sveitti Fíllinn verður fatabúð fyrir karlmenn í yfirstærð.
Þetta grín hefur gengið of langt.
góða helgi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 09:55
æææjjjjveitekki !
Maður spyr sig:
Mun þetta taka atkvæði frá VG og Samfylkingu og einhvernveginn klúðra meirihlutamyndun þeirra?
Mun Ómar taka bakföll í ræðustól á Alþingi?
Dreymir Jakob Frímann um ráðherrastól og svífst hann einskis til að öðlast hann?
Á Margrét Sverrisdóttir einhverja framtíð í stjórnmálum á Íslandi?
Og enn og aftur: á þetta eftir að verða þess valdandi að atkvæði dreifast það mikið á milli stjórnarandstöðuflokka að D og F tóra saman eftir kosningar?
Annars er mér drullusama, ég ætla að skila auðu.
Kynna framboð Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2007 | 16:07
gott mál
Skil ekki af hverju ég bauð ekki fram krafta mína í þetta djobb, maður er nú eftir allt saman hálfur Akureyringur, en er samt ekki hálfur monthani.
Sem framkvæmdastjóri Akureyrarstofu hefði ég þrýst á að íþróttafélagið KA yrði lagt niður og að peningar rynnu óhindrað til Þórs. Ég hef einnig háleitar hugmyndir um hraðbraut milli Raufarhafnar og Akureyrar, og myndi sú hraðbraut sneiða allverulega framhjá Húsavík, enda ekkert nema álversfnykur þaðan um þessar mundir. Hraðbrautin yrði að sjálfsögðu lögð meðfram íþróttaleikvangnum Dúddavelli, enda er hann mesta íþróttamannvirki norðurlandsfjórðungs.
Af hverju heitir þetta annars stofa?
Ráðinn framkvæmdastjóri Akureyrarstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)