lýsingarorð + dýrategund

Það virðist móðins að hafa þessa formúlu uppi þegar nafn er gefið verslun.  Ég var að borða áðan í mötuneytinu og þá sagði kollegi: "ég fór í Nakta Apann um daginn....", svo í kjölfarið kom þessi frá öðrum kollega: "Já einmitt, ég fór einmitt í Gyllta Köttinn og sá þar pils.. yatayatayata"

Veit samt ekki alveg hvort Nakti er lýsingarorð.  Nakinn, meira nakinn, mest nakinn.  Það er eiginlega bara eitt stig nektar.  Nema náttúrlega að segja Hálfnakinn, nakinn, allsber.  Finnst eiginlega allsber sterkara en nakinn.

Jamms, þaaaeeldégnú.  Í framhaldi af mötuneytisumræðunni hefur þetta dýratal ekki yfirgefið hugsanir mínar.  Ég hef verið að pæla í góðum nöfnum á verslunum.  Graði Zebrahesturinn verður verslun með svona skinnmottur.  Rangeygði Hamsturinn verður kynlífshjálpartækjabúð.  Sveitti Fíllinn verður fatabúð fyrir karlmenn í yfirstærð.

 Þetta grín hefur gengið of langt.

góða helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband